Fara í efni

Ferðir á Íslandi og UM ALLAN HEIM

Bergmenn eiga rætur sínar að rekja til Klængshóls í Skíðadal, í hjarta Tröllaskagans og hér eru höfuðstöðvar okkar enn í dag.  Síðan við hófum rekstur hefur aðaláherslan okkar verið að bjóða Íslendingum upp á faglærða leiðsögumenn fyrstir hér á landi og þeim sem heimsækja landið upp á þá fagleiðsögn sem þeir þekkja heiman frá.

    EKKI LEITA LANGT YFIR SKAMMT

FJALLASKÍÐAFERÐIR Á ÍSLAND

Fjallaskíðaferðir eru á nokkurs vafa sérgrein Bergmanna enda hefur Jökull Bergmann staðið að markvissri kynningu og markaðssetningu á þessari frábæru íþrótt hér á landi um áratugabil. Ekkert jafnast á við það að sameina góða fjallgöngu og frábært rennsli og eru Íslendingar nú í óða önn að gera sér grein fyrir því að hér á landi eru aðstæður til fjallaskíðamensku á heimsmælikvarða. Tröllaskaginn er miðpunktur þessarar frábæru tegundar ferðamennsku með öllum sínum fjöllum og miklu snjóþyngslum. Tímabilið er frá janúar og fram í júní þegar dagar eru orðnir langir, veður betri og snjórinn fullkominn til skíðunnar.

Þyrluknúin-fjallaskíðun

Byrjaðu fjallaskíðadaginn á toppnum. Fjallaskíðun með smá aðstoð þyrlu í byrjun dags opnar ótalmarga möguleika á tindum og þverunum sem allar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á frábærar brekkur og enda aftur á byrjunarreit.
Lesa Meira

Tröllaskagi Fjallaskíðaferð

Fjöllin á Tröllaskaganum bjóða upp á aðgengilegar brekkur af öllum erfiðleikum og þessi ferð henta jafnvel fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref á fjallaskíðum og þá sem vilja leita uppi brött gil til að skíða.
Lesa Meira

Sigló 4 & 6 daga Fjallaskíðaferðir

Siglufjörður er flestum landsmönnum vel kunnugur sem tiltölulega nýtilkomið aðdráttarafl á Tröllaskagann. Heillandi bær í stórbrotnu landslagi. Við gistum á Sigló Hótel og innan seilingar eru brekkur og tindar við allra hæfi.
Lesa Meira

Austfirðir - Fjallaskiðaferð

Í þessari 6 daga ferð beinum við sjónum okkar að Austfjörðum. Austfirðir eru mögulega minna þekktir meðal fjallaskíðafólks en gefa þó Tröllaskaganum lítið eftir og bjóða upp á ótal spennandi möguleika fyrir fjallaskíðaunnendur.
Lesa Meira

Jökulfirðir Seglskútu Skiða Ævintýri

Það eru ekki mörg lýsingarorð sá ná yfir þá einstöku upplifun að sigla um á skútu og skíða frábærar brekkur á svæði þar sem þú ert einn í heiminum.
Lesa meira

FJALLASKÍÐA- NÁMSKEIÐ

Námskeiðið er hugsað fyrir fólk með þegar nokkuð góð eða mjög góð tök á innanbrautarskíðun. Ef þú ert að hugsa um að opna sjóndeildarhringinn og færa þig frá skíðasvæðunum og dreymir um að renna þér í ótroðnum og ósnertum brekkum þá byrjar sú ferð hér.
Lesa meira

Alþjóðlegt

Þó að skíðatímabilið á klakanum sé langt og af nógu að taka þá getur stundum verið erfitt að bíða eftir að snjórinn byrji að falla. Við höfum leiðsagt ferðir í nánast öllum löndum sem halda snjó og getum sniðið ferðir til hvaða lands sem er en hér eru nokkrar af okkar uppáhalds ferðum utanlands.

Japan

Það eru fáir staðir sem sameina eins vel og Japan, fullkomið púður og ógleymanlega menningarferð. Bergmenn hafa farið árlega fjallaskíðaferð til Japan síðan 2012 og það er óhætt að segja að hvað allsherjar upplifun varðar er þetta toppurinn, púðrið, gistingin, maturinn, þjónustan og fólkið á sér varla hliðstæðu hvað gæði varðar.
Lesa Meira

Svalbarði

Svalbarði bíður upp á heimsklassa fjallaskíðun frá fjallatoppum til fjöru, hér eru tindar við allra hæfi og fyrir þá allra djörfustu. Ferð á Svalbarða verður samt aldrei bara skíðaferð, þetta er ævintýri og náttúruupplifun af bestu sort. Hér siglum við milli fjarða á viðarskonnortunni S/V Linden um heimkynni ísbjarna og rostunga.
Lesa meira

Suðurskautslandið

Hefur þig dreymt um að koma á Suðurskautslandið? Hér siglum við í kjölfar þekktustu landkönnuða sögunnar og skíðum þá fjölmörgu tinda sem á siglingarleið okkar verða. Bergmenn hafa elt kríuna suður með sjó frá 2010 og rannsakað þessar slóðir í ýmsum tilgangi síðan þá en fjallaskíðin eru án efa besta leiðin til að skoða sig um.
Lesa meira

    Vilt þú auka þekkingu þína á fjöllum?

    Lesa meira