Fjallaskíðalúxus
Karlsá var byggt um 1920 og ber merki þess byggingartíma. Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu og lagfæringar á húsinu en haldist við að sá stíll og sjarmi sem einkennir húsið fengi að halda sér. Hér er fullbúið eldhús, borð og setustofa og búnaðaraðstaða ásamt 7 svefnherbergjum. Í gamla fjósinu er aðstaða til að geyma og gera klár skíðin. Eftir góðan dag á fjöllum er heitur pottur og sauna til að liðka upp vöðva og njóta með útsýni yfir Eyjafjörðinn og Látraströndina.
Staðsetning Karlsár verður varla betri til fjallaskíðaiðkunar en frá bæjardyrunum er af nógu að taka og verkefni sem dugað gætu hörðustu skíðurum vikum saman. Að Karlsá er 40 mínútna akstur frá Akureyrarflugvelli, 2 mínútna akstur til Dalvíkur og 10 mínútur til Ólafsfjarðar ef þörf er á.
Aðstaðan
- 7 tveggja manna herbergi
- 4 baðherbergi
- 4 sturtur
- Internet/Ljósleiðari
- Borðstofa
- Sauna
- Heitur pottur
- Þurrkaðstaða
- Búnaðargeymsla
- Vax og skíðaaðstaða
- Setustofa
- Setustofa á annari hæð