Fara í efni

Fullkomin aðstaða til fjallaskíðunar og afslöppunar

Karlsá er tilvalin staðsetning til fjallaskíðaiðkunar. Héðan er skíðað beint frá dyrum og útsýnið yfir Eyjafjörð og Látraströnd stórfenglegt. Húsið situr við Ólafsfjarðarveg, við minni Karlsárdals sem er löngu orðin þekktur sem fjallaskíðaparadís og ein helsta snjóakista landsins.

Á Karlsá er allt sem þarf til að eiga þæginlega og eftirminnilega daga í góðum félagsskap, við höfum hugsað fyrir öllu svo gestir okkar geti notið svæðisins og aðstöðunnar án þess að vanta nokkuð.

Fjallaskíðalúxus

Karlsá var byggt um 1920 og ber merki þess byggingartíma. Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu og lagfæringar á húsinu en haldist við að sá stíll og sjarmi sem einkennir húsið fengi að halda sér. Hér er fullbúið eldhús, borð og setustofa og búnaðaraðstaða ásamt 7 svefnherbergjum. Í gamla fjósinu er aðstaða til að geyma og gera klár skíðin. Eftir góðan dag á fjöllum er heitur pottur og sauna til að liðka upp vöðva og njóta með útsýni yfir Eyjafjörðinn og Látraströndina.

Staðsetning Karlsár verður varla betri til fjallaskíðaiðkunar en frá bæjardyrunum er af nógu að taka og verkefni sem dugað gætu hörðustu skíðurum vikum saman. Að Karlsá er 40 mínútna akstur frá Akureyrarflugvelli, 2 mínútna akstur til Dalvíkur og 10 mínútur til Ólafsfjarðar ef þörf er á.

Aðstaðan

  • 7 tveggja manna herbergi
  • 4 baðherbergi
  • 4 sturtur
  • Internet/Ljósleiðari
  • Borðstofa
  • Sauna
  • Heitur pottur
  • Þurrkaðstaða
  • Búnaðargeymsla
  • Vax og skíðaaðstaða
  • Setustofa
  • Setustofa á annari hæð