Fara í efni

Greinar um Bergmenn Fjallaleiðsögumenn og Arctic Heli Skiing

 


Åka Skidor er án efa stærsta skíða tímarit Skandinavíu og í Desember 2010 birtist stór glæsileg 10 síðna grein ásamt fjölda flottra mynda á síðum þess. Það var sænski ljósmyndarinn og skíða garpurinn Gösta Fries sem festi ferðina á filmu. 
>> LESA



Morgunblaðið birtir heilsíðu grein um alpaferðir Jökuls Bergmann 12 ágúst 2009. Þarna er m.a sagt frá ferðum Jökuls með íslendinga á Mont Blanc og Matterhorn ásamt þeirri merkilegu staðreynd að Jökull er eini Íslendingurinn með starfsleyfi í Evrópsku Ölpunum þar sem að hann er eini UIAGM faglærði fjallaleiðsögumaður landsins.
>> LESA



Hér er að finna athyglisverða grein í einu stærsta skíðatímariti heims um leit blaðamannsins Pieter Van Noordennen að Álfum, Tröllum og góðu rennsli á Tröllaskaganum vorið 2008. Jökull Bergmann aðstoðaði hann í þessari leit sem bar misgóðan árangur.
>> LESA


Backcountry Magazine er virtasta tímarit Norður Ameríku hvað varðar fjallaskíðamennsku og allt sem tengist ferðalögum á framandi skíðaslóðir. Í Janúar 2009 hefti blaðsins er að finna stutta grein með frábærri mynd frá Brian Mohr sem heimsótt hefur Tröllakagann í tvígang.
>> LESA


Frábærar myndir frá Fredrik Schenholm og athyglisverð lýsing Norðmannsins Thormod Granheim á Íslensku þjóðfélagi og stórkostlegri skíðamennsku á Tröllaskaganum vorið 2008. Þessi grein birtist í NZ Adventure, stærsta útivistar tímariti Nýja Sjálands.
>> LESA


Sænska skíðatímaritið Brant gerir Tröllaskaganum góð skil í þessari löngu grein í desember 2008 eintaki blaðsins. Það er aftur Norðmaðurinn Thormod Granheim sem fer á kostum í grein sinni og að þessu sinni er það meira að segja mynd úr utanverðum Ólafsfjarðarmúla sem príðir forsíðuna.
>> LESA



Danska tímaritið Luksus gerir Tröllaskaganum góð skil í þessari 8 blaðsíðna grein um Tröllaskagann og þau frábæru fjöll sem þar er hægt að skíða. Þarna eru aftur á ferð Thormod Granheim og ljósmyndarinn Fredrik Schenholm sem á heiðurinn af mörgum af bestu myndunum sem príða þessa heimasíðu.
>> LESA



Okkar alíslenska Morgunblað birti heilsíðu grein um skíðaferðir á Tröllaskaga í Janúar 2009. Það er Ágúst Ingi Jónsson sem skrifar greinina en einnig var að finna umfjöllun á mbl.is
>> LESA