Fara í efni

Það er oft sagt að fyrirtæki séu lítið meira en starfsfólkið sem þar vinnur, og þetta á líklega hvergi betur við en í ferðaþjónustu og fjallaleiðsögn. Okkar leiðsögumenn koma víða að úr heiminum en eiga það allir sameiginlegt að vera persónulegir vinir Jökuls Bergmanns stofnanda Bergmanna. Vinir sem hafa átt margan góðan daginn saman á fjöllum en einnig komist í hann krappann við krefjandi aðstæður. Það er þess vegna sem við vitum að þeir eru á meðal þeirra færustu í heiminum í sínu fagi.

Jökull

Jökull er án nokkurs efa þekktasti fjallaleiðsögumaður landsins
og jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hefur hlotið alþjóðlega gráðu í sínu fagi. Þessum merka áfanga náði hann vorið 2008 þegar hann lauk UIAGM prófi í Kanada eftir 10 ára þjálfunar og prófa ferli. Jökull hefur um árabil verið meðal fremstu klifrara og fjallamanna þjóðarinnar og hefur unnið mörg afrek á því sviði víðsvegar um heiminn. Jökull er stofnandi og aðal eigandi Bergmanna og hefur á undanförnum árum einbeitt sér að uppbyggingu á sviði fjallaleiðsagnar á Íslandi með sérstaka áherslu á að kynna fyrir Íslendingum fjallaskíða iðkun, ís og kletta klifur. Jökull sem ber svo sannarlega nafn með rentu á rætur sínar að rekja til bæjarins Klængshóls í Skíðadal á Tröllaskaga, þar sem að hann í dag gerir út fjalla og þyrluskíðaferðir á vorin. Þegar Jökull er ekki hátt uppá Íslenskum tindum er hann oftast að finna í Kanada yfir dimmustu vetrarmánuðina við þyrluskíða og ísklifur leiðsögn eða þá í Evrópsku Ölpunum í tindaklifri og fjallaskíðun, en hann er eini Íslenski fjallaleiðsögumaðurinn sem hefur réttindi til að starfa á þessum svæðum

Kristján

Erin

Anna Dóra

Sunna

Einar Ísfeld

Gregory

Owen

Róbert

Garðar

Örvar

Júlli & Gréta

Örn

Geir

Heimir