Fara í efni
FJÖLDI
6 nemendur per leiðbeinanda
DAGSETNINGAR
Janúar, Februar & byrjun Mars
FALLHÆÐ/KLIFUR
Meðaltal um 800 metrar á dag
Gisting
Klængshóll eða Karlsá, miðast við tvo í herbergi

Bergmenn Fjallaleiðsögumenn hafa undanfarin 20 ár boðið uppá fjallaskíðaferðir á Tröllaskaganum.  Tröllaskaginn verður að teljast Mekka fjallaskíðaiðkunar hér á landi og þó víðar væri leitað með sýna óteljandi tinda og snjóþyngsli.   Þegar kemur að útivist í fjalllendi að vetrar- og vorlagi er að mörgu að huga og markmið námskeiðsins að veita þátttakendum þá grunn þekkingu sem þörf er á til að skipuleggja og fara sínar eigin fjallaskíðaferðir. 

Námskeiðið er ætlað skíðafólki sem er að taka sín fyrstu skref á fjallaskíðum og eins þá sem langar að bæta í reynslubankann. Námskeiðið hentar vel á undan eða í kjölfar snjóflóðanámskeiðs.

Námskeiðið er haldið á Klængshóli í Skíðadal sem býður uppá fyrsta flokks aðstöðu til kennslu. Staðsetningin í miðjum fjallasal Tröllaskagans gerir okkur kleift að nýta tímann sem allra best og skella skíðunum á við útidyrnar. Á Klængshóli er einnig frábær aðstaða til að hvíla lúin bein eftir átök dagsins, arin, heitur-, kaldur pottur og gufubað.

Um kennsluna sjá faglærðir íslenskir skíðaleiðsögumenn með alþjóðleg skíðaleiðsöguréttindi og áratuga reynslu í fjalla og skíðaleiðsögn.

Lágmarksfjöldi þátttakenda 6. 

2025 Dagsetningar & Verð

Verð
99.000 ISK

Janúar
FJS-01 Jan 24-26
FJS-02 Jan 31 - Feb 2
   
   
Febrúar & mars
FJS-03 Feb 7-9
FJS-04 Feb 14-16
FJS-05 Feb 21-23
FJS-06 Feb 28 Mar 2
FJS-07 Mars 7-9
FJS-08 Mars 14-16
FJS-09 Mars 21-23

Fleirri möguleikar í boði fyrir hópa af 6 eða fleirri, endilega hafið samband.

fyrirspurnir

 

 

 

InNIFAlið 

  • Morgunmatur og nesti Laugardag og Sunnudag, kvöldmatur á Laugardag. 
  • Gisting í 2 nætur, verðið miðast við tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði.
  • Leiðsögn og kennsla faglærðs skíðaleiðsögumanns. 
  • Afnot af fyrstuhjálpar búnaði og samskiptatækjum (þetta á ekki við um snjóflóðaýlir, skóflu og stöng)
  • Afnot af allri aðstöðu, heitum potti og gufubaði. 

EKKI innIfalið 

  • Flutningur til og frá gistingu 
  • Búnaðarleiga (þarmeð talinn snjóflóðabúnaður)
  • Nammi og annað snarl
  • Áfengir drykkir
  • Ferða- og slysatryggingar.

Dagskrá

Mæting eftir kvöldmat á föstudegi. Dagurinn hefst á stuttum fyrirlestri innandyra en meirihluti námskeiðsins er haldið utandyra. Nauðsynlegt að þátttakendur fari vel yfir búnaðarlistann og hafi samband ef einhverjar spurningar vakna.

FÖSTUDAGUR

  • Mæting og móttaka á Klængshóli
  • Búnaðarskoðun og leigubúnaður afgreiddur

LAUGARDAGUR

  • Morgunmatur
  • Kynningar
  • Tilgangur og markmið
  • Fatnaður á fjöllum og annar búnaður
  • Kynning á snjóflóðabúnaði
  • Snjóflóða björgunaræfing
  • Farið á fjöll
  • Farið verður yfir:
  • Hagkvæma nýtingu á tíma
  • Skiptingar út göngu í skíðun
  • Leiðarval
  • Bera kennsl á hættur
  • Upp og niður brattari brekkur
  • Aðferðir við skíðun í breytilegum aðstæðum
  • Mat á snjóalögum
  • Kvöldmatur
  • Ferðaskipulagning fyrir morgundaginn framkvæmd

SUNNUDAGUR

  • Morgunmatur
  • Veður og aðstæður
  • Farið á fjöll
  • Kortalestur, áttavita, GPS og rötun
  • Hagkvæm nýting á tíma í lengri dagsferðum
  • Yfirferð  og æfingar á lærðum aðferðum

BÚNAÐARLISTI

Hjá Bergmönnum er töluvert úrval af skíða- og snjóflóðabúnaði til leigu. Vinsamlegast skoðið leigubúnaðarlistann fyrir neðan og hafið samband ef spurningar vakna.

SKÍÐA/BRETTA BÚNAÐUR:

  • Fjallaskíðaskór með göngu stillingu, Telemark skór eða þægilegir snjóbrettaskór.
  • Skíði eða Splitboard – Við mælum með fjallaskíðum eða telemark skíðum með mittismál milli 95-120mm.
  • Skíðastafir – Við mælum með stillanlegum stöfum. Þeir sem velja að mæta með snjóbretti ættu að hafa stafi sem hægt er að stytta vel eða koma í 3 pörtum.
  • Skíðastrappi – Notaður til að festa skíðin á poka.
  • Skinn – Skinnin ættu að vera sniðin að skíðunum. Ef skinnin eru of grönn eða passa illa virka þau ekki sem skildi.
  • Skíðabroddar (Nauðsynlegir!)
  • Bakpoki – 30-40L pokar henta best.
  • Hjálmur – Ef þið eruð vön að skíða með hjálm þá mælum við með að þið notið hann. Mikilvægt er að hægt sé að festa hjálminn vel á bakpokann á uppleið án þess að hann sveiflist.
  • Snjóflóðaýlir – Verður að vera stafrænn (digital) ýlir með 3 loftnetum.
  • Skófla – Samanbrjótanleg málmskófla sem passar í bakpokann.
  • Snjóflóðastöng –a.m.k. 240cm löng. Mælum ekki með skíðastöfum sem hægt er að breyta í snjóflóðastöng.

FATNAÐUR:

  • Sokkar – Ull eða gerviefni. Forðist bómull
  • Soft Shell buxur (Valkvætt) – Passið að skálmar fari yfir skíðaskóna
  • Síðerma föðurland – Ull eða gerviefni.
  • Síðerma millilag – Ull eða gerviefni
  • Primaloft jakki eða ullarpeysa
  • Vatnsheldur Jakki – Gore-Tex eða álíka með hettu.
  • Vatnsheldar buxur
  • Hanskar – Tvö pör. Hlýir og vatnsþolnir hanskar eða vettlingar og eitt þynnra par fyrir uppgöngu.
  • Húfa – Flís eða ull.

ANNAR BÚNAÐUR:

  • Áttaviti
  • GPS
  • Kort (Við mælum með kortasafninu "Gönguleiðir á Tröllaskaga" Kort nr.1&2)
  • Höfuðljós
  • Vatnsflaska og hitabrúsi – 1- 2 lítrar.
  • Sólarvörn og varasalvi – SPF 30 eða meira
  • Sólgleraugu
  • Skíðagleraugu
  • Skyndihjálpartaska lítil – Kennarar eru með sjúkrabúnað, þið þurfið eingöngu að mæta með blöðru- og plástrasett ásamt ykkar persónulegu lyfjum.
  • Myndavél
  • Vasahnífur eða Leatherman

LEIGUBÚNAÐUR

  • Skófla – Pieps Tour
  • Snjóflóðaýlir – Pieps DSP
  • Snjóflóðastöng 
  • Fjallaskíði með skinnum – Við eigum pör í flestum stærðum, vinsamlegast hafið samband áður en námskeið hefst til að taka frá skíði.
  • Fjallaskíðaskór – Við erum með nokkur pör af fjallaskíðaskóm til leigu en mælum með því að þið mætið með skó sem þið hafið prófað og passa vel. 
  • Skíðastafir – Við erum með stillanlega skíðastafi til leigu.