Þetta námskeið hentar jafnt þeim sem eru búin að taka önnur grunn snjóflóðanámskeið og leita eftir upprifjun sem og þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í snjóflóðafræðum. Markmið námskeiðsins er að efla vitund og þekkingu þátttakenda til að ferðast af auknu öryggi um fjalllendi að vetrarlagi.
Námskeiðið er byggt á grunnnámskeiðum bæði Kanadísku og Bandarísku snjóflóðasamtakanna og er sniðið af okkar eigin reynslu af því sem við teljum mikilvægast að komist til skila við upphaf fjallaskíðaferils á Íslandi. Meðal annars er farið yfir skipulagningu og framkvæmd fjallaskíðaferða með áherslu á leiðarval, áhættumat, ákvörðunartöku og félagabjörgun. Í lok námskeiðsins munu þátttakendur m.a hafa lært að bera kennsl á snjóflóðalandslag, þekkja mismunandi gerðir flóða, skipuleggja og endurmeta leiðarval eftir aðstæðum, framkvæma stöðugleikapróf, bera kennsla á mismunandi snjóalög og öðlast skilning á að meta aðstæður ásamt því að geta framkvæmt félagabjörgun.
Lágmarksfjöldi þátttakenda eru 6 manns og hámark per leiðbeinanda er 6:1 , með því getum við stutt við og leiðbeint hverjum og einum þátttakenda á sem bestan máta.
Um kennsluna sjá faglærðir íslenskir skíðaleiðsögumenn með alþjóðleg skíðaleiðsöguréttindi og áratuga reynslu í fjalla og skíðaleiðsögn.
Lágmarkskröfur: Þátttakendur ættu að vera sjálfbjarga á skíðum eða bretti. Við munum eyða stórum hluta námskeiðsins utandyra og á fjöllum og þá er nauðsynlegt að hafa fjallaskíði eða split-board og skinn. Við getum ekki tekið við þátttakendum á snjóþrúgum.
Dagsetningar
InNIFAlið
- Allur matur frá kvöldmat á komudegi og hádegismat á brottfarardegi.
- Leiðsögn og kennsla af fagmenntuðum skíðaleiðsögumönnum.
- Gisting í 2 nætur, verð miðast við tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði.
- Afnot af björgunarbúnaði og samskiptabúnaði (þetta á ekki við um snjóflóðaýlir, skóflu og stöng)
- Öll gögn sem notuð eru við kennslu á námskeiðinu.
EKKI innIfalið
- Flutningur til og frá Klængshóli / Karlsá
- Búnaðarleiga (þ.m.t snjóflóðaýlir, skófla og stöng)
- Áfengir drykkir
- Slysa- og ferðatryggingar
Ferðaáætlun
FÖSTUDAGUR (KOMUDAGUR)
13:00 Áætluð koma þátttakenda á Klænghól. Við förum yfir markmið námskeiðsins og búnað ásamt því að læra um gerðir snjóflóða og hvað þarf að hafa í huga við mat á samspili aðstæðna, veðri og landslagi. Eftir innilærdóm er farið út á fjallaskíði og haldin æfing með björgunarbúnað.
LAUGARDAGUR
Morgunmatur um kl 07:30 og eftir að morgunkennslu líkur er haldið á fjall. Farið verður yfir meðal annars mat á snjóalögum, skipulagningu ferða, ákvörðunartöku, leiðarval, mannlega þáttinn og í framhaldi þegar heim er komið förum við yfir daginn og skipuleggjum við komandi skíðadag.
SUNNUDAGUR (BROTTFARARDAGUR)
Morguninn tekinn snemma og gert er ráð fyrir heilum degi á fjöllum þar sem farið er meðal annars yfir leiðarval, ferðatilhögun á snjóflóðasvæðum, rauð flögg ásamt því að ferðast sem samstilltur hópur. Gert er ráð fyrir að námskeiði ljúki um kl 16:00 eftir umræður um daginn og þátttakendur halda heim á leið með fullt farteski af lærdómi.
Útbúnaðarlisti
Hjá Bergmönnum er töluvert úrval af skíða- og snjóflóðabúnaði til leigu. Vinsamlegast skoðið leigubúnaðarlistann fyrir neðan og hafið samband ef spurningar vakna.
SKÍÐA/BRETTA BÚNAÐUR:
- Fjallaskíðaskór með göngu stillingu, Telemark skór eða þægilegir snjóbrettaskór.
- Skíði eða Splitboard – Við mælum með fjallaskíðum eða telemark skíðum með mittismál milli 95-120mm.
- Skíðastafir – Við mælum með stillanlegum stöfum. Þeir sem velja að mæta með snjóbretti ættu að hafa stafi sem hægt er að stytta vel eða koma í 3 pörtum.
- Skíðastrappi – Notaður til að festa skíðin á poka.
- Skinn – Skinnin ættu að vera sniðin að skíðunum. Ef skinnin eru of grönn virka þau ekki sem skildi..
- Skíðabroddar
- Hjálmur – Ekki skylda. Ef þið eruð vön að skíða með hjálm þá mælum við með að þið takið hann. Passið að hægt sé að festa hjálminn vel á bakpokann á uppleið án þess að hann sveiflist.
- Snjóflóðaýlir – Verður að vera stafrænn (digital) ýlir með 3 loftnetum.
- Skófla – Samanbrjótanleg málmskófla sem passar í bakpokann.
- Snjóflóðastöng –a.m.k. 240cm löng. Mælum ekki með skíðastöfum sem hægt er að breyta í snjóflóðastöng.
FATNAÐUR:
- Sokkar – Ull eða gerviefni. Forðist bómull
- Soft Shell buxur – Passið að skálmar fari yfir skíðaskóna
- Síðerma föðurland – Ull eða gerviefni.
- Síðerma millilag – Ull eða gerviefni
- Primaloft jakki eða ullarpeysa
- Vatnsheldur Jakki – Gore-Tex eða álíka með hettu.
- Vatnsheldar buxur
- Hanskar – Tvö pör. Hlýir og vatnsþolnir hanskar eða vettlingar og eitt þynnra par fyrir uppgöngu.
- Húfa – Flís eða ull.
ANNAR BÚNAÐUR:
- Bakpoki – 30-40L pokar henta best.
- Höfuðljós
- Vatnsflaska og hitabrúsi – Mælum með 2 lítrum.
- Sólarvörn og varasalvi – SPF 30 eða meira
- Sólgleraugu
- Skíðagleraugu
- Skyndihjálpartaska lítil – Kennarar eru með sjúkrabúnað, þið þurfið eingöngu að mæta með blöðru- og plástrasett ásamt ykkar persónulegu lyfjum.
- Myndavél
- Vasahnífur eða Leatherman
LEIGUBÚNAÐUR
- Skófla – Pieps Tour
- Snjóflóðaýlir – Pieps DSP
- Snjóflóðastöng
- Fjallaskíði með skinnum – Við eigum pör í flestum stærðum, vinsamlegast hafið samband áður en námskeið hefst til að taka frá skíði.
- Fjallaskíðaskór – Við erum með nokkur pör af fjallaskíðaskóm til leigu en mælum með því að þið mætið með skó sem þið hafið góða reynslu af og passa vel.
- Skíðastafir – Við erum með stillanlega skíðastafi til leigu.