Við hjá Bergmönnum bjóðum upp á skipulagðar ferðir ásamt sérferðum sniðnum að þínum þörfum á Íslandi sem og um allan heim. Bergmenn hafa farið um víðan völl og skipulagt og leiðsagt ferðir í vel á annan tug landa um ótal fjalllendi og tinda. Hvort sem um ræðir fjallgöngur, fjalla-, þyrluskíðaferðir, siglingar, klifur eða sambland af öllu þá erum við til í slaginn og sífellt í leit að næsta ævintýri. Einnig tökum við að okkur kennslu í öllum greinum fjallamennsku og björgun ásamt ráðgjöf fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.