FJALLASKÍÐAFERÐIR Á ÍSLAND
Fjallaskíðaferðir eru á nokkurs vafa sérgrein Bergmanna enda hefur Jökull Bergmann staðið að markvissri kynningu og markaðssetningu á þessari frábæru íþrótt hér á landi um áratugabil. Ekkert jafnast á við það að sameina góða fjallgöngu og frábært rennsli og eru Íslendingar nú í óða önn að gera sér grein fyrir því að hér á landi eru aðstæður til fjallaskíðamensku á heimsmælikvarða. Tröllaskaginn er miðpunktur þessarar frábæru tegundar ferðamennsku með öllum sínum fjöllum og miklu snjóþyngslum. Tímabilið er frá janúar og fram í júní þegar dagar eru orðnir langir, veður betri og snjórinn fullkominn til skíðunnar.
Alþjóðlegt
Þó að skíðatímabilið á klakanum sé langt og af nógu að taka þá getur stundum verið erfitt að bíða eftir að snjórinn byrji að falla. Við höfum leiðsagt ferðir í nánast öllum löndum sem halda snjó og getum sniðið ferðir til hvaða lands sem er en hér eru nokkrar af okkar uppáhalds ferðum utanlands.