4 & 6 Daga þyrluskíðun
Bergmenn undir nafni Arctic Heli Skiing bjóða upp á allt frá einu þyrluflugi á fjallstopp í byrjun dags ásamt 1, 2, 4 & 6 daga þyrluskíðapökkum. Allir þyrluskíðadagar miðast við 4 manns saman sem fylla sætin í vélinni sem hópur en hver þyrla flytur mis marga hópa eftir því hvaða pakki er valinn. Í Private þyrluskíðun er einn hópur með vélina út af fyrir sig, í Premium eru tveir hópar að deila vélinni og Classic pakkinn eru að hámarki þrír hópar að nýta hverja vél saman. Allar okkar ferðir eru gerðar út frá Klængshóli í Skíðadal í hjarta Tröllaskagans og þaðan er mögulegt að vera kominn á fyrsta fjallatind á 3 mínútum en skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000 ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, allt frá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvað við sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur í miðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þótt ekki sé nema einu sinni á lífsleiðinni.
Við byrjum að skíða á Tröllaskaganum um miðjan febrúar og vertíðin endist fram í lok júní í venjulegu ári með almennt frábæru vorskíðafæri og einstaka góðum púður degi. Vegna þess að Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þar þykk og að sama skapi almennt stöðug hvað varðar snjóflóðahættu sérlega þegar líða tekur á vorið. Þetta þýðir að við getum skíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annarsstaðar í heiminum. Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á Íslenskan mælikvarða með löngum stillum og sólríkum dögum. Þótt að það geti gert slæm veður að þá vara þau yfirleitt ekki lengi og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma á sólarhring.
2023 Dagsetningar og Verð
*Öll verð fyrir þyrluskíðapakka eru í evrum
Classic Pakki 4 & 6 Daga
€8,470 | €12,540 á mann
Premium Pakki 4 & 6 Daga
€10,890 | €15,070 á mann
Private Pakki 4 & 6 Daga
€12,760 | €18,150 á mann
Vinsamlega hafið samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um lausar dagsetningar.
Classic PakkINN - Innifalið í verði
4 & 6 Daga Pakki (1-12 manns)
- 4klst (4 daga) eða 6klst (6 daga) flugtími á mann
- 4 eða 6 mögulegir skíðadagar eftir pakkavali
- 4 eða 6 nætur á Klængshóli, miðast við tvo í íbúð
- Yoga eða teygjutími alla morgna og afnot af heitum potti og sauna
- Allar máltíðir á meðan dvöl stendur, hefst með kvöldmat á komudag og endar með snarli eftir skíðun á brottfarardag
- Óáfengir drykkir
- Þjónusta faglærðra og reynslumestu þyrluskíðaleiðsögumanna landsins
- Þyrlur frá Heli Austria
- Þaulþjálfaðir þyrluflugmenn á vegum Heli Austria, sérhæfðir og reynslumiklir í þyrluskíðaflugi
- Þjálfun og kennsla á snjóflóðabúnað og viðbragð ásamt sköffuðum öryggisbúnaði
- Öll afþreying þegar ekki er hægt að skíða vegna veðurs, t.d hvalaskoðun, sjóstöng, heitar laugar, klifur eða menningartengdar ferðir.
- Allur akstur á meðan á dvölinni stendur ásamt flutningi til/frá Akureyrarflugvelli
- Afnot af skíðum, við erum með nýjustu skíðin frá Völkl í öllum stærðum og flestum gerðum
Classic PakkINN - Ekki Innifalið í verði
4 & 6 Daga Pakki (1-12 manns)
- Flug til og frá Akureyri
- Slysa og forfallatryggingar
- Áfengi (selt á staðnum)
- Öll kaup úr verslun
- Nudd
- Ef flugtími klárast áður en gestir eru búnir að fá nóg af skíðun er aukaflugtími rukkaður inn í lok ferðar, 1 klukkustund af flugtíma kostar €3300 og skiptist milli fjölda skíðamanna á hverri vél.
Private PakkINN - Innifalið í verði
4 & 6 Daga Pakki (4 manns)
- 5klst (4 daga) eða 7klst (6 daga) flugtími á mann
- 4 eða 6 mögulegir skíðadagar eftir pakkavali
- 4 skíðamenn með einka afnot af sinni þyrlu
- 4 eða 6 nætur á Klængshóli, miðast við tvo í íbúð
- Yoga eða teygjutími alla morgna og afnot af heitum potti og sauna
- Allar máltíðir á meðan dvöl stendur, hefst með kvöldmat á komudag og endar með snarli eftir skíðun á brottfarardag
- Óáfengir drykkir
- Þjónusta faglærðra og reynslumestu þyrluskíðaleiðsögumanna landsins
- Þyrlur frá Heli Austria
- Þaulþjálfaðir þyrluflugmenn á vegum Heli Austria, sérhæfðir og reynslumiklir í þyrluskíðaflugi
- Þjálfun og kennsla á snjóflóðabúnað og viðbragð ásamt sköffuðum öryggisbúnaði
- Öll afþreying þegar ekki er hægt að skíða vegna veðurs, t.d hvalaskoðun, sjóstöng, heitar laugar, klifur eða menningartengdar ferðir.
- Allur akstur á meðan á dvölinni stendur ásamt flutningi til/frá Akureyrarflugvelli
- Afnot af skíðum, við erum með nýjustu skíðin frá Völkl í öllum stærðum og flestum gerðum
Private PakkINN - Ekki Innifalið í verði
4 & 6 Daga Pakki (4 manns)
- Flug til og frá Akureyri
- Slysa og forfallatryggingar
- Áfengi (selt á staðnum)
- Öll kaup úr verslun
- Nudd
- Ef flugtími klárast áður en gestir eru búnir að fá nóg af skíðun er aukaflugtími rukkaður inn í lok ferðar, 1 klukkustund af flugtíma kostar €3300 og skiptist milli fjölda skíðamanna á hverri vél.